Vinnustofa Blik Studio er staðsett á Akranesi og að baki standa Kim Klara og Daniel Þór.

Unnið er með filmu- og stafrænar myndavélar og ferðumst við fagnandi um land allt fyrir myndatökur.

Leiðin að Blik Studio hófst árið 2017 þegar við kynntumst í ljósmyndanáminu. Við útskrift hófum við að mynda brúðkaup saman og höfum elskað það fyrirkomulag alveg frá byrjun, og hefur það vaxið og dafnað undanfarin ár. Árið 2020 var tímabært að hýsa ástríðu okkar á ljósmyndun og þá varð Blik Studio til. Svo eignuðumst við son okkar. Lífið með honum hefur haft jákvæð áhrif á nálgun okkar við fagið og staðfest mikilvægi þess að sjá liðin augnablik á ljósmyndum.

blik@blikstudio.is
663-4442

Sandabraut 4
300 Akranesi