NÝBURAMYNDATÖKUR

Ungbarnamyndatakan snýst um að fanga stemningu fyrstu daganna með nýburanum ykkar og óskaútkoman eru ljósmyndir sem vekja upp minningar; fyrst og fremst um það hvernig barnið og þið voruð, en líka hvernig var um að litast á fyrsta heimili barnsins ykkar. Við teljum að besta leiðin til að búa til þessar myndir sem eru einnig mjög tímalausar, sé að koma í heimahús þar sem þið eruð í ykkar örugga umhverfi.

Myndatakan fer fram á fyrstu 6-12 dögunum í lífi barnsins, tekur um 90-120 mínútur og er í höndum Kim Klöru. Foreldrar spila þónokkuð hlutverk á myndunum með nýburanum og systkini einnig velkomin með.