BRÚÐKAUPSLJÓSMYNDUN
2025
Verið hjartanlega velkomin í brúðkaupsleiðarvísir Blik Studio og bestu þakkir fyrir að sýna okkar verkum áhuga. Á myndinni erum við, Kim Klara og Daniel Þór. Ferðalagið okkar að Blik Studio hófst með fyrsta brúðkaupinu sem við mynduðum saman árið 2018 og því stöndum við saman hér í dag.
Við elskum að starfa saman við hjónavígslur, hvort sem það er að mynda saman, vinnsla ljósmynda eða samskipti við brúðhjónin okkar.
Þegar við myndum daginn ykkar pössum við að láta lítið á okkur bera og reynum að falla í hópinn svo þið og gestir upplifið nærveru okkar áreynslulausa og þægilega. Nálgun okkar er vönduð og það er gott ef þið getið næstum gleymt að við séum yfir höfuð á svæðinu - það er partur af því að mynda ykkur að njóta augnabliksins.
LJÓSMYNDAPAKKAR
HEILL DAGUR
400.000,-
allt að 11 klst af ljósmyndun
500+ myndum skilað
filmumyndavélin með í för
saga dagsins sýnd af mikilli nákvæmni frá undirbúningi og fram yfir fyrsta dans
einn ljósmyndari
brúðkaupsfundur fyrir daginn og ráðleggingar
HÁLFUR DAGUR
300.000,-
6 klst af ljósmyndun
300+ myndum skilað
val um undirbúning, athöfn og myndatöku eða athöfn, myndatöku og veislu
hægt að bæta við auka klst á 30.000,- hver
einn ljósmyndari
brúðkaupsfundur fyrir daginn og ráðleggingar
athugið að ef þessir pakkar hentar ekki,
þá endilega fáið tilboð hjá okkur í ykkar hugmyndef áhugi er á að bóka tvo ljósmyndara í brúðkaupið,
þá endilega hafið samband
AFHENDING LJÓSMYNDANNA
Myndunum er að skilað á vefsvæði sem tilvalið er að skoða hvar sem er og deila með vinum og vandamönnum. Tímarammi vinnslu eru 4-6 vikur.SNEAK PEEK
Til að svala spennunni sendum við ykkur nokkrar myndir af hápunktum dagsins, 2-3 dögum eftir brúðkaupsdaginn.STAÐFESTINGARGJALD
Staðfestingargjald er góð trygging bæði fyrir ykkur og okkur. Við bókun greiðast 20% af heildarverði og 80% greiðast í vikunni fyrir brúðkaupið. Gjaldið er ekki endurgreiðanlegt.FERÐAKOSTNAÐUR
Við búum á Akranesi og er fyrstu 60 km þaðan eru innifaldir í verði en svo bætist ferðakostnaður við. Ef þörf er á gistingu, þá er það eftir samkomulagi.FUNDUR MEÐ YKKUR
Innifalið í brúðkaupspökkunum er fundur þar sem við kynnumst og förum yfir gang dagsins. Fundurinn er mikilvægur upp á að mynda tengsl enda viljum við að ykkur líður vel í kringum okkur og að þið getið verið þið sjálf. Það hefur áhrif á minninguna í kringum myndirnar og tilfinninguna sem vaknar þegar þið skoðið þær.HVAÐ EF ÞIÐ FORFALLIST?
Lukkulega hefur það aldrei komið fyrir. Ef sú staða kemur upp þá höfum við hvort annað og þekkjum aðra brúðkaupsljósmyndara sem við getum leitað til.
Góð ráð frá okkur til ykkar
Á þessu stigi teljum við mikilvægt að gefa ykkur aðeins betri hugmynd að fyrirkomulagi dagsins hjá okkur, þegar þið eruð að taka ákvörðun um hvort að við hentum ykkur sem ljósmyndarar.
Okkur er umhugað um upplifun ykkar af því að hafa myndavél á ykkur og gestum allan daginn og markmiðið er að gera þá reynslu sem ánægjulegasta. Áherslan er afslappað og vinalegt andrúmsloft í gegnum allt verkið.
Undirbúningur
Til að fá sem mest úr brúðkaupsmyndunum er mikilvægt að huga að því hvar dagurinn byrjar. Undirbúningsferlið er mikilvægur partur af sögu dagsins.
Í dagsbyrjun er eftirvæntingin áþreifanleg og allir fara í sitt fínasta púss, sérvalið fyrir þennan dag. Þegar valin er staðsetning fyrir undirbúning er gott að vera meðvituð um heildarútlit rýmisins því það setur svip á útkomu heildaralbúmsins.
Þar sem við notumst að mestu við náttúrulega ljósgjafa er gott að hafa gluggabirtu enda spilar ljósið mikinn þátt í hvernig myndirnar koma út. Kertaljós og minni gluggabirta gefa oft sjarmerandi og rómantíska stemningu meðan stórir gluggar gefa mikið og fallegt ljós. Hvort um sig er afar fallegt en gefur gjörólíka útkomu.
Ef gist er á hóteli í lok dags er afar líklegt að herbergið henti í undirbúning og tilvalið að annað ykkar hafi sig til þar. Eins er hægt að leigja auka hótelherbergi undir slíkt.
Myndatakan
Algengast er að myndatakan fari fram utandyra. Oft er hægt að nýta umhverfið í kringum athafnarstað til myndatöku og staðir nýttir sem eru á leiðinni í veisluna.
Ef þið eigið börn er að sjálfsögðu velkomið að hafa þau með í myndatökunni og þá er best að aðili sem þekkir þau vel, sé með í för til að vera innan handar.
Snjalltækjalaus athöfn
Til þess að sýna sem best stemningu og tilfinningum á mynd, langar okkur að mæla með því að þið biðlið til gesta að sleppa sjálf myndatökum við athöfnina.
Okkur langar að sýna andlit gestanna ykkar en góð mynd getur auðveldlega eyðilagst og misst gildi sitt ef sími eða jafnvel spjaldtölva hylur andlitið.
Gestirnir ykkar virða það glöð að þið hafið ráðið fagmenn til að skrásetja athöfnina á ljósmyndir og þá geta gestir einbeitt sér að því að vera bara á staðnum og njóta.
Við vonum að þessi leiðarvísir svari vangaveltum ykkar í bili og vonumst sannarlega til að heyra frá ykkur aftur!
Það væri okkur sannur heiður að vera partur af einum eftirminnilegasta degi í ykkar lífi.
Kim Klara & Daniel Þór