FJÖLSKYLDUMYNDATÖKUR

Við tökum á móti fjölskyldum í stúdíóinu okkar á Akranesi en höfum líka mjög gaman af því að mynda börn og fjölskyldur úti.

Myndirnar hér eru teknar á síðsumardegi í Reykjavík og eru gott dæmi um stemninguna sem við viljum hafa að markmiði í útimyndatökunum.

Hér má sjá nokkrar myndir úr stúdíóinu okkar þangað sem allir eru velkomnir í afslappað andrúmloft. Útkoman eru tímalausar myndir sem vekja upp hlýlegar minningar.